Skilmálar Tilhugsun

Þægindastærð gjafasendinga
 • Allar gjafasendingar (þ.e. gjafavara, gjafaumbúðir og kveðjur) hjá Tilhugsun komast inn um almennar bréfalúgur (260x350x25mm), viðtakandi getur þ.a.l. notið þess að fá gjafasendingarnar beint heim til sín.
 • Langflestar gjafasendingar koma í fallegum umhverfisvænum gjafaöskjum, en stærð varanna ákvarðar það hvort hún komist í öskjuna eða í fallegu umslagi.
Afhending gjafasendinga
 • Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Tilhugsun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Tilhugsun til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
 • Allar gjafasendingar eru sendar sem almenn bréf. Pósturinn skráir ekki almenn bréf hjá sér, þ.a.l. er ekki hægt að rekja sendingar eftir að þær eru sendar af stað með Póstinum. Pósturinn dreifir almennum bréfum innan 3ja daga eftir póstlagningu.
Póstlagning og verð
 • Viðskiptavinur velur hvenær gjafasendingar eru póstlagðar, og getur valið mismunandi póstlagningardaga fyrir nokkrar vörur en greitt fyrir þær allar í einni greiðslu. Þó er einungis hægt að senda margar gjafir í einni greiðslu til eins viðtakanda.
 • Allar sendingar fara í póstinn innan tveggja virkra daga eftir að greiðsla hefur borist.
 • Sendingargjöld eru eftirfarandi: innanlands: kr.350,-, útlönd: kr. 1160,- (innan Evrópu), og utan Evrópu: kr. 1970,-.
 • Sendingargjald er greitt fyrir hverja gjafasendingu.
 • Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Hugsjón
 • Tilhugsun áskilur sér þann rétt að vísa frá kveðju sem inniheldur ekki þá hugsjón sem Tilhugsun tileinkar sér og/eða er ekki sett fram á viðeigandi hlýhugar hátt (Sjá Um tilhugsun).
Vöruverð
 • Verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur.
 • Tilhugsun áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
 • Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Greiðsla og kvittanir
 • Hægt er að greiða með millifærslu á bankareikning eða reiðufé.
 • Viðskiptavinur fær kvittun af rafrænum kaupum sínum og afrit af textum í kveðjum/gjafabréfum, í tölvupósti.
Skilaréttur
 • Ef upp kemur galli á vöru skal hafa samband strax og tilgreina gallann. Vörunni skal skilað innan 14 daga frá póstlagningardegi vörunnar, frá tilhugsun.is, og ný vara fæst í staðinn. Tilhugsun greiðir fyrir sendingu vörunnar.
Trúnaður
 • Persónuvernd og trúnaður um persónuupplýsingar viðskiptavina er mikilvægur þáttur hjá okkur. Þann 15. Júlí 2018 tóku ný persónuverndarlög gildi hér á landi. Með lögunum var leidd í íslenskan rétt persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins.
 • Tilhugsun heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær persónu upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda til gagnvart lögum.
 • Hjá tilhugsun eru notaðar vafrakökur (cookies), sjá frekari upplýsingar hér: www.allaboutcookies.com.
 • Vefsíða tilhugsun greinir umferð um vefinn í gegnum þriðja aðila, s.s. Google Analytics frá Google og Facebook Pixel frá Facebook. Þær upplýsingar sem koma frá þriðja aðila gefa skýrslu um þróun á vefsíðum án þess að upplýsa um persónuupplýsingar.
Annað
 • Upprunalegar umbúðir sumra vara eru of breiðar til þess að komast inn um almenna póstlúgu, þ.a.l. áskilur tilhugsun sér þann rétt að fjarlægja þær umbúðir og setja vöruna beint í fallega gjafaöskju frá tilhugsun. Þegar þetta er gert, eru settar upplýsingar um það með gjafasendingunni.
 • Allt efni, þ.e. texti, myndir, logo og stílhönnun á www.tilhugsun.is er eign Tilhugsun.
 • Sonja B. Guðnadóttir er skráður eigandi lénsins www.tilhugsun.is.

Uppfært 02.12.2020