Kynning á Tilhugsun

Tilhugsun er gjafavörunetverslun með þá sérstöðu að bjóða einnig upp á persónulega tengslaeflingu með gjafabréfum. Gjafabréfin eru hjarta Tilhugsunar. Þau bjóða upp á tengslaeflingu á nýjan hátt en áður hefur þekkst og eru hjartanærandi jafnframt því að vera skemmtileg og sniðug. Hugsjón okkar er að efla tengsl landsmanna, hlúa að gömlum góðum tengslum jafnframt því að mynda ný og spennandi tengsl.

Hjá okkur færð þú allan pakkann: Gjöfina, kveðjuna, gjafabréfið, innpökkunina og sendinguna. Allir pakkar komast inn um almenna póstlúgu, sem eykur þægindaupplifun viðtakanda.

Viðskiptavinir sem vilja gleðja viðtakendur nokkrum sinnum yfir ákveðið tímabil, en vilja jafnframt hafa góða yfirsýn yfir kaupin og nýta tíma sinn sem best, geta gert það á þægilegan hátt hjá okkur. Sjá dæmi hér að neðan:

Eiginmaður vill senda konu sinni 6 gjafasendingar á sex mánuðum þar sem hún er í fæðingarorlofi. Hann kaupir 6 gjafir og 6 gjafabréf í einni greiðslu og velur fyrsta mánudag hvers mánaðar, næstu sex mánuði, fyrir póstlagningardag. Hann fær kvittun í tölvupósti yfir kaupin og bíður átektar að konan fái fyrstu gjafasendinguna heim. Hér hefur hann sparað sér, og konu sinnar, tíma og fyrirhöfn. Hann kaupir allar gjafirnar í einni greiðslu og konan þarf ekki að sækja sendinguna út í pósthús, enda hefur hún ekki styrk til þess fyrstu vikurnar. Og þægilegt finnst honum að í kvittuninni er yfirlit yfir gjafakaupin og gjafabréfin sem hjálpar honum að muna hvernig samveru eða þjónustu hann bauð konu sinni upp á í hverju gjafabréfi fyrir sig.

Ef spurningar vakna, hafið þá samband við okkur á tilhugsun@tilhugsun.is og við svörum eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum Facebook síðu okkar: Tilhugsun.

Umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi þegar gjafir og umbúðir eru valdar.

Með von um að þið njótið enn fleirri góðra samverustunda með ástvinum, fjölskyldum, nágrönnum, vinnufélögum, og svona mætti lengi telja áfram,

Sonja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og eigandi tilhugsun.is

Nánar um kveðjur og gjafabréf

Við kaup á gjöf fylgir ávallt með annaðhvort kveðja eða gjafabréf. Kveðjan inniheldur persónuleg skilaboð en gjafabréfið býður upp á frekari tengslaeflingu í formi þjónustu eða samveru.
Kveðjurnar og gjafabréfin bjóða upp á tilbúna texta sem auðvelt er að breyta að eigin vild, þannig að þau henti hverjum og einum á sem bestan máta. Sjá dæmi um kveðjur og gjafabréf hér að neðan.

www.tilhugsun.is