Kynning á Tilhugsun

Tilhugsun er gjafavörunetverslun sem býður viðskiptavinum sínum upp á að senda gjafir með kveðju til vina og vandamanna á þægilegan máta. Hér fá viðskiptavinir allan pakkann, þ.e. gjöfina, kveðjuna, innpökkunina og sendinguna. Ekki komast allir út í pósthús til að sækja pakka, því er mikilvægt hjá tilhugsun að allir pakkar komist inn um almenna póstlúgu. En sá þáttur eykur þægindaupplifun viðtakanda.

Hugsjón okkar er að efla tengsl landsmanna, hlúa að gömlum góðum tengslum jafnframt því að mynda ný og spennandi tengsl.

Ef spurningar vakna, hafið þá samband við okkur á tilhugsun@tilhugsun.is og við svörum eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum Facebook síðu okkar: Tilhugsun.

Umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi þegar gjafir og umbúðir eru valdar.

Með kveðju,

Sonja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og eigandi tilhugsun.is

Nánar um kveðjur

Við kaup á gjöf fylgir ávallt með kveðja. Kveðjan inniheldur persónuleg skilaboð.
Kveðjurnar bjóða upp á tilbúna texta sem auðvelt er að breyta að eigin vild, þannig að þau henti hverjum og einum á sem bestan máta. Sjá dæmi um kveðjur hér að neðan.

www.tilhugsun.is