Appelsínuguli liturinn sem raf (amber) gleður augað með er hlýr, en jafnframt skarpur, og minnir einna helst á notalegan haustdag. Tegund glersins, borosilicate, þolir hita upp að 815 C⁰ og er notaður m.a. í gluggum geimskutlna! Talið er að um 500 milljón plaströr eru notuð á degi hverjum í Ameríku, sem enda flest í úthöfunum. Gerum okkar til að stöðva þessa þróun.

  • Bursti fylgir.
  • Uppþvottavélavænt.
  • Lengd: 20 cm.
  • Glerið lekur ekki efnum í drykkina eins og plast getur gert.
  • Lífstíðarábyrgð. Ef rörið skyldi brotna vegna slyss þá færðu nýtt í staðinn, þér að kostnaðarlausu (að nota rörið í stað trommukjuðara telst ekki sem slys 😉).
  • Handunnið í USA.