Hitaplattar frá Vilt Van Ver (Felt From Far)

Hitaplattar frá Vilt Van Ver eru handunnir í Nepal. Litlar þæfðar ullarkúlur eru settar saman í fallega hitaplatta. Vilt Van Ver er í samvinnu við nepalska stofnun með Goodweave vottun sem sér aðallega konum fyrir atvinnu og að þær hljóti réttlát laun fyrir framlag þeirra. Með þessu móti fá konur tækifæri til fjárhagslegs sjálfstæðis sem er ekki algengt að konur hafi í Nepal.

  • Einstakir hitaplattar.
  • Fallegir og umhverfisvænir.
  • 100% ull.
  • Handunnið í Nepal.